Lögreglumanni á Bandarísku jómfrúaeyjum brá heldur betur í brún í vikunni. Hann stöðvaði þá konu nokkra í hefðbundnu umferðareftirliti og furðaði sig á því að hann heyrði barnsgrát innan úr bílnum enda þótt ekkert væri barnið að sjá.
Lögreglumanni á Bandarísku jómfrúaeyjum brá heldur betur í brún í vikunni. Hann stöðvaði þá konu nokkra í hefðbundnu umferðareftirliti og furðaði sig á því að hann heyrði barnsgrát innan úr bílnum enda þótt ekkert væri barnið að sjá. Málið skýrðist þegar konan opnaði veskið sitt í sætinu við hliðina en þá kom í ljós hvítvoðungur, á að giska viku gamall, ofan í veskinu. Konan gaf þá skýringu að barnið hefði fæðst heima hjá henni viku fyrr og að hún væri á leiðinni með það á spítala. Lögregla steig umsvifalaust inn í málið og kom barninu með hraði undir læknishendur. Konan gæti átt ákæru yfir höfði sér.