Aðbúnaður ungbarna er misjafn.
Aðbúnaður ungbarna er misjafn.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Lögreglumanni á Bandarísku jómfrúaeyjum brá heldur betur í brún í vikunni. Hann stöðvaði þá konu nokkra í hefðbundnu umferðareftirliti og furðaði sig á því að hann heyrði barnsgrát innan úr bílnum enda þótt ekkert væri barnið að sjá.
Lögreglumanni á Bandarísku jómfrúaeyjum brá heldur betur í brún í vikunni. Hann stöðvaði þá konu nokkra í hefðbundnu umferðareftirliti og furðaði sig á því að hann heyrði barnsgrát innan úr bílnum enda þótt ekkert væri barnið að sjá. Málið skýrðist þegar konan opnaði veskið sitt í sætinu við hliðina en þá kom í ljós hvítvoðungur, á að giska viku gamall, ofan í veskinu. Konan gaf þá skýringu að barnið hefði fæðst heima hjá henni viku fyrr og að hún væri á leiðinni með það á spítala. Lögregla steig umsvifalaust inn í málið og kom barninu með hraði undir læknishendur. Konan gæti átt ákæru yfir höfði sér.

Sprændi á stóla

Starfsmaður ónefnds fyrirtækis í Des Moines í Bandaríkjunum var handtekinn á dögunum grunaður um að hafa sprænt mánuðum saman á stóla fjögurra samstarfskvenna sinna. Konurnar byrjuðu að kvarta undan torkennilegum blettum á stólum sínum síðastliðið haust og nýverið ákvað fyrirtækið að koma með leynd upp öryggismyndavélum til að freista þess að ráða gátuna. Skýringin á téðum blettum var helst til ógeðfelld en myndavélarnar stóðu manninn að verki. Í blaðinu Des Moines Register kemur fram að maðurinn hafi valið fórnarlömb sín vandlega út frá fegurðarsjónarmiðum. Hann hefur viðurkennt brot sitt og hefur verið kærður fyrir minniháttar miska.