Myndin fjallar um Lilju, unga listakonu (Camille Marmié) en hún átti í ástarsambandi við aðra konu, Sunnu (Vivian Ólafsdóttir), sem skyndilega hættir að sýna henni áhuga.
Myndin fjallar um Lilju, unga listakonu (Camille Marmié) en hún átti í ástarsambandi við aðra konu, Sunnu (Vivian Ólafsdóttir), sem skyndilega hættir að sýna henni áhuga.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Stuttmyndin Blæbrigði er byggð á smásögu eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur úr bókinni Á meðan þú horfir á mig er ég María mey . Myndin er hluti af röð stuttmynda sem Mbl. Sjónvarp sýnir á sunnudögum í samvinnu við Kvikmyndaskóla Íslands.

Stuttmyndin Blæbrigði er byggð á smásögu eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur úr bókinni Á meðan þú horfir á mig er ég María mey . Myndin er hluti af röð stuttmynda sem Mbl. Sjónvarp sýnir á sunnudögum í samvinnu við Kvikmyndaskóla Íslands. Anní Ólafsdóttir bæði leikstýrir myndinni og skrifar handrit en Blæbrigði er lokaverkefni hennar frá skólanum en hún útskrifaðist síðasta vor.

Aðstoðarleikstjóri Blæbrigða er Elvar Gunnarsson og kvikmyndatökumaður Hilmir Berg Ragnarsson.

Myndin fjallar um Lilju, unga listakonu (Camille Marmié), en hún átti í ástarsambandi við aðra konu, Sunnu (Vivian Ólafsdóttir), sem skyndilega hættir að sýna henni áhuga. „Lilja hverfur inn í hugarheim sinn þar sem þráhyggjan vex og dafnar um fullkomnu konuna,“ segir í tilkynningu.

Anní hefur starfað við kvikmyndagerð frá útskrift. Hún er að leggja lokahönd á heimildarmynd um Reykjavík Runway, sem hún byrjaði á síðasta sumar. Fleira sem hún hefur gert tengist tískuheiminum en hún gerði stemningsmyndbandið á sýningu ZISKA, tískumerki Hörpu Einarsdóttur, á Reykjavík Fashion Festival sem fram fór í Hörpu um síðustu helgi. Hún var ennfremur tökumaður í kvikmyndinni Einn , eftir Elvar Gunnarsson. ingarun@mbl.is