Á heimavelli Ólafur Björn Loftsson, klúbbmeistari NK, slær.
Á heimavelli Ólafur Björn Loftsson, klúbbmeistari NK, slær. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
Birgir Leifur Hafþórsson verður ekki á meðal kylfinganna tíu sem keppa með sér í Einvíginu á Nesinu, golfmótinu einstaka sem fram fer í 18. sinn á Nesvellinum á mánudag.

Birgir Leifur Hafþórsson verður ekki á meðal kylfinganna tíu sem keppa með sér í Einvíginu á Nesinu, golfmótinu einstaka sem fram fer í 18. sinn á Nesvellinum á mánudag. Hann mun því ekki verja titilinn frá því í fyrra en þá vann Birgir nafna sinn, hinn þá 16 ára gamla Birgi Björn Magnússon, eftir spennandi rimmu þar sem úrslit réðust í bráðabana.

Að vanda er mótið haldið í samvinnu við DHL til styrktar mikilvægu málefni og í þetta sinn fær Styrktarfélag barna með einhverfu eina milljón króna að gjöf.

Kylfingarnir tíu sem reyna með sér í einvíginu eru þau Axel Bóasson úr GK, Bjarki Pétursson úr GB, Björgvin Sigurbergsson úr GK, Helga Kristín Einarsdóttir úr NK, Hlynur Geir Hjartarson úr GOS, Kristján Þór Einarsson úr GKJ, Nökkvi Gunnarsson úr NK, Ólafur Björn Loftsson úr NK, Tinna Jóhannsdóttir úr GK og Þórður Rafn Gissurarson úr GR.

Mótið er með hefðbundnu sniði en kylfingar leika fyrst 9 holu höggleik kl. 10 og Einvígið sjálft hefst svo kl. 13. Einvígið er með þeim hætti að einn kylfingur dettur út á hverri holu þar til tveir berjast um sigurinn á lokaholunni. sindris@mbl.is