Fjóla Kristín Nikulásdóttir
Fjóla Kristín Nikulásdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Markmið tónleikanna er að veita innsýn inn í íslensku sönglagahefðina,“ segir Bjarni Thor, söngvari og skipuleggjandi tónleikaraðarinnar Perlur íslenskra sönglaga.

„Markmið tónleikanna er að veita innsýn inn í íslensku sönglagahefðina,“ segir Bjarni Thor, söngvari og skipuleggjandi tónleikaraðarinnar Perlur íslenskra sönglaga. Í dag, laugardag og á morgun, sunnudag, flytja Fjóla Kristín Nikulásdóttir sópransöngkona, Fjölnir Ólafsson baritónsöngvari og Ingileif Bryndís Þórsdóttir píanóleikari íslenskar söngperlur á tónleikum í Kaldalóni í Hörpu. Öll eru þau um það bil að ljúka námi erlendis. Auk tónlistarinnar verður sagt frá tónskáldum og tilurð laga. Kynningar eru á ensku til að auðvelda erlendum gestum að njóta tónlistarinnar. „Við höfum verið með þessa dagskrá öll sumur frá því að Harpa opnaði og þetta hefur gengið vel,“ segir Bjarni. „Margir hafa tekið þátt í tónleikaröðinni, jafnt óreyndir sem reyndir en við höfum það að leiðarljósi að gefa ungum tónlistarmönnum tækifæri.“ Aðsókn á tónleikana segir Bjarni hafa verið góða og viðtökur þeirra sömuleiðis. Tónleikar helgarinnar hefjast báða dagana kl. 17. gith@mbl.is