Kunstschlager Kristín Karólína og Guðlaug Mía eru meðal þeirra listamanna sem sýna á Hjalteyri.
Kunstschlager Kristín Karólína og Guðlaug Mía eru meðal þeirra listamanna sem sýna á Hjalteyri. — Morgunblaðið/Kristinn
Listamannahópurinn Kunstschlager stendur fyrir myndlistarskemmtun í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Sýningin ber hið skemmtilega heiti KUNSTSCHLAGER Á ROTTUNNI 2: Litla hafmeyjan kemur í heimsókn! og verður opnuð í dag kl. 15.

Listamannahópurinn Kunstschlager stendur fyrir myndlistarskemmtun í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Sýningin ber hið skemmtilega heiti KUNSTSCHLAGER Á ROTTUNNI 2: Litla hafmeyjan kemur í heimsókn! og verður opnuð í dag kl. 15. Fjölbreyttur hópur ungra listamanna sýnir myndlist. Meðal þess sem gestir og gangandi geta kynnt sér eru innsetningar, gjörningar og myndbandsverk en einnig verður varðeldur og grill. Kunstschlager rottan mun stýra brekkusöng á bryggjunni. Allir eru velkomnir og möguleiki á því að tjalda. gith@mbl.is