Eftirlit Bæjarhátíðum hefur fjölgað.
Eftirlit Bæjarhátíðum hefur fjölgað. — Morgunblaðið/Júlíus
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með viðamikið eftirlit um verslunarmannahelgina.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með viðamikið eftirlit um verslunarmannahelgina. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að fylgst verði með íbúðarhúsnæði um verslunarmannahelgina eftir því sem kostur gefst og er fólk hvatt til að ganga tryggilega frá heimilum sínum við brottför.

Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að álagið sé öðruvísi í bænum um þessa helgi. „Mikill fjöldi fólks fer árlega úr bænum þessa helgi en samt er iðandi næturlíf. Við verðum með okkar venjulega viðbúnað.“

Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að verslunarmannahelgin sé ekki stærsta ferðahelgin. „Bæjarhátíðum hefur fjölgað á landsbyggðinni og því eru í raun allar helgar í júlí orðnar stórar, þó að helgin sé stór þá sker hún sig ekki sérstaklega úr. „Við verðum með eftirlit með umferð til norðurs og austurs um helgina eins og við höfum gert síðustu helgar,“ segir Árni og bætir við:

„Undanfarin ár höfum við tekið eftir hraðakstri á Suðurlandsvegi, þar sem fólk er kannski seint á leið til Landeyjahafnar. Við hvetjum fólk því til að leggja tímanlega af stað til að forðast kapphlaup við tímann.“

sh@mbl.is