Dustin Johnson
Dustin Johnson
Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson hefur verið úrskurðaður í sex mánaða keppnisbann frá bandarísku PGA-mótaröðinni í golfi vegna neyslu á kókaíni. Samkvæmt golf.com er þetta í þriðja skipti sem Johnson fellur á lyfjaprófi.

Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson hefur verið úrskurðaður í sex mánaða keppnisbann frá bandarísku PGA-mótaröðinni í golfi vegna neyslu á kókaíni. Samkvæmt golf.com er þetta í þriðja skipti sem Johnson fellur á lyfjaprófi. Hann féll einnig á lyfjaprófi árið 2009 fyrir kannabisreykingar og árið 2012 fyrir kókaínneyslu. Þessar fréttir voru hins vegar aldrei gerðar opinberar þar sem forráðamenn PGA-mótaraðarinnar eru ekki bundnir neinum kvöðum til þess að gera slíka úrskurði opinbera.

Fréttir bárust af því í fyrradag að Johnson hygðist ekki ætla að taka þátt á PGA-meistaramótinu í næstu viku og Ryder-bikarnum í september vegna „kvilla sem ég þurft að glíma við,“ sagði Johnson. Bannið setur stórt strik í reikning bandarísku Ryder-sveitarinnar en árið 2012 var Johnson sá eini sem tapaði ekki leik gegn sveit Evrópu í keppninni. peturhreins@mbl.is