VW Transporter hefur unnið titilinn í hvert sinn sem ný kynslóð hefur komið til skjalanna. Innréttingin þykir góð og vélin sparneytin.
VW Transporter hefur unnið titilinn í hvert sinn sem ný kynslóð hefur komið til skjalanna. Innréttingin þykir góð og vélin sparneytin.
Volkswagen veitir víst ekkert af því að fá smávind í seglin um þessar mundir og hefur fyrirtækið fengið dálitla uppreisn æru. Fagnar þýski bílrisinn því að nýi flutningabíllinn Transporter T6 hefur verið kosinn sendibíll ársins á heimsvísu.
Volkswagen veitir víst ekkert af því að fá smávind í seglin um þessar mundir og hefur fyrirtækið fengið dálitla uppreisn æru. Fagnar þýski bílrisinn því að nýi flutningabíllinn Transporter T6 hefur verið kosinn sendibíll ársins á heimsvísu.

Það var dómnefnd blaðamanna sem hafa þann starfa að fjalla um og reynslukeyra sendibíla sem að valinu stóð. Þetta er þriðja árið í röð sem Volkswagen hlýtur titilinn „Van of the Year“. Og ætíð þegar ný kynslóð af Transporter hefur séð dagsins ljós hefur sá bíll hlotið titilinn.

Í ár hafði VW Transporter betur á lokasprettinum eftir harða samkeppni við Fiat Doblo Cargo VW Caddy, sem er nokkru minni bíll en verðlaunabíllinn. Að sögn dómnefndarinnar hefur aksturseiginleikum Transporter fleygt fram frá síðustu kynslóð og íveruþægindi hafa verið aukin. Innréttingin sé mikilla gæða og Euro-6 vélar sjá til þess að bíllinn er bæði sparneytinn og hljóðlátur. Þá réð miklu hversu vel bíllinn er búinn öryggisbúnaði.

Í tengslum við verðlaunin var einnig valinn pallbíll ársins 2016 og féll sá titill Nissan NP300 Navara í skaut. agas@mbl.is