Angela Merkel
Angela Merkel
Kristján Jónsson kjon@mbl.is Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að dregið verði „verulega“ úr straumi farand- og flóttamanna til landsins, það verði til hagsbóta fyrir Þjóðverja og einnig farand- og flóttafólkið sjálft.
Kristján Jónsson

kjon@mbl.is

Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að dregið verði „verulega“ úr straumi farand- og flóttamanna til landsins, það verði til hagsbóta fyrir Þjóðverja og einnig farand- og flóttafólkið sjálft. Ummæli kanslarans féllu á flokksþingi Kristilegra demókrata, CDU. Um helgina náði Merkel, sem áður hefur neitað að setja þak á fjölda farand- og flóttafólksins, samkomulagi um málamiðlun á fundum með flokksfélögum sem gagnrýnt hafa stefnu hennar í þessum málum.

Merkel bauð sínum tíma öllum sýrlenskum flóttamönnum að koma til Þýskalands, öllum yrði tekið opnum örmum. Hún sagði í gær að Þjóðverjar og Austurríkismenn hefðu af mannúðarástæðum ákveðið í september að taka við Mið-Austurlandabúum og Afríkumönnum sem hírðust á brautarstöðvum í Ungverjalandi. Hún vitnaði í fjármálaráðherra sinn, Wolfgang Schäuble, þegar hún sagði að vandamálið væri „stefnumót Þýskalands við hnattvæðinguna“.

Sú ákvörðun Merkel að opna landamærin hefur dregið mjög úr vinsældum hennar heima fyrir og valdið átökum í Evrópusambandinu. Ekki síst hafa ríki í A-Evrópu brugðist hart við kröfum hennar um að byrðum vegna farand- og flóttamanna verði deilt á milli ríkjanna.

Deilur í ESB
» Búist er við yfir milljón hælisleitendum til Þýskalands á þessu ári.
» Merkel vill að aðkomufólkinu verði skipt milli aðildarríkja ESB eftir ákveðnum reglum.
» Mörg ESB-ríki hafa tekið upp landamæraeftirlit til að hafa stjórn á straumnum.