Valdís Þóra Jónsdóttir
Valdís Þóra Jónsdóttir
Kylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir hefja á föstudaginn leik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi. Keppt er í Marokkó þar sem 30 sæti á sjálfri Evrópumótaröðinni verða í boði.
Kylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir hefja á föstudaginn leik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi. Keppt er í Marokkó þar sem 30 sæti á sjálfri Evrópumótaröðinni verða í boði. Ólöf María Jónsdóttir er eina íslenska konan sem náð hefur inn á Evrópumótaröðina, en það afrekaði hún fyrst árið 2004.

Valdís ferðaðist til Marokkó í gær ásamt Tinnu Jóhannsdóttur, sem verður kylfuberi hennar. Valdís hefur verið við æfingar í Flórída síðasta mánuðinn. Ólafía hefur varið sama tíma við æfingar á Spáni. Valdís og og Ólafía tryggðu sér sæti á mótinu með árangri sínum á LETAS-mótaröðinni, næststerkustu atvinnumótaröð í Evrópu. Ólafía endaði í 14. sæti á stigalistanum en Valdís í 23. sæti. sindris@mbl.is