PSG Róbert Gunnarsson flytur sig um set í sumar.
PSG Róbert Gunnarsson flytur sig um set í sumar.
Róbert Gunnarsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður franska stórliðsins PSG, segir í samtali við franska íþróttablaðið L'Equipe að sig langi til að leika handknattleik áfram næstu þrjú til fjögur árin.
Róbert Gunnarsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður franska stórliðsins PSG, segir í samtali við franska íþróttablaðið L'Equipe að sig langi til að leika handknattleik áfram næstu þrjú til fjögur árin. Ljóst sé að það verði ekki hjá PSG þar sem samningur hans við félagið rennur út í vor. Róbert segist vonast til þess að geta búið áfram í Frakklandi og samið við annað félag. Landið sé tvímælalaust efst á óskalistanum. „Hugur minn stendur til þess að vera áfram í Frakklandi. Við kunnum vel við okkur í Frakklandi,“ sagði Róbert sem flutti til Parísar fyrir rúmum þremur árum eftir að hafa búið í Þýskalandi um árabil og leikið með Gummersbach og Rhein-Neckar Löwen.

Róbert sagði í samtali við Morgunblaðið í byrjun nóvember að ljóst væri að han fengi ekki nýjan samning við PSG enda ekki verið inni í myndini hjá Noka Serdarusic, þjálfara liðsins, á þessu keppnistímabili.

Stefnan sett á forkeppni ÓL

Róbert segir ennfremur í fyrrgreindu samtali við L'Equipe að markmið íslenska landsliðsins fyrir Evrópumeistaramótið í Póllandi í næsta mánuði séu skýr. Liðið ætli að tryggja sér annað af þeim tveimur sætum sem í boði séu í forkeppni Ólympíuleikanna. Íslenska landsliðið stefni ótrautt að því marki að taka þátt í fjórðu Ólympíuleikunum í röð en til þess verði það að ná öðru af tveimur sætum sem eru í boði í forkeppninni. iben@mbl.is