Hani Enginn hani fær að vera í hænsnahópum í þéttbýlinu.
Hani Enginn hani fær að vera í hænsnahópum í þéttbýlinu. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
Umræða er í fagnefndum og bæjarstjórnum Kópavogs og Garðabæjar um að setja sérstakar reglur um hænsnahald. Gert er ráð fyrir að hægt verði að leyfa takmarkaðan fjölda hæna á hverri lóð en hanar verði gerðir útlægir úr bæjarfélögunum.

Umræða er í fagnefndum og bæjarstjórnum Kópavogs og Garðabæjar um að setja sérstakar reglur um hænsnahald. Gert er ráð fyrir að hægt verði að leyfa takmarkaðan fjölda hæna á hverri lóð en hanar verði gerðir útlægir úr bæjarfélögunum.

Hænsnahald hefur færst í vöxt í þéttbýlinu og hafa sveitarfélögin verið að setja reglur um það. Stundum koma upp mál þar sem óþrif stafa af hænsnahaldi og hanar hafa valdið ónæði hjá nágrönnum.

Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, segir að áður hafi almennur grenndarréttur gilt. Fólk ætti að taka tillit til nágranna sinna. Eftir að hænsnahald komst í tísku hafi sveitarfélögin farið að setja sérstakrar reglur.

Allt í röð og reglu

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar setti almennar reglur um húsdýra- og gæludýrahald á árinu 2012. Þar er hænsnahald gert leyfisskylt og bæjarstjórn heimilað að takmarka fjölda dýra.

Ítarlegar reglur voru settar í Reykjavík á árinu 2014. Þar er leyfilegt að veita leyfi fyrir 4 hænum á hverri lóð en hanar með öllu bannaðir.

Reglur Mosfellsbæjar frá árinu 2015 heimila 6 hænur og engan hana, eins og reglur Seltjarnarness sem samþykktar voru fyrr á þessu ári.

Aðeins í þéttbýlinu

Nú eru yfirvöld í Kópavogi og Garðabæ að ræða svipaðar reglur. Í báðum bæjarfélögunum á að banna hana og takmarka hænufjöldann. Í Garðabæ er rætt um að leyfa kofa með 6 hænum á hverri lóð.

Þess ber að geta að reglurnar ná ekki til hænsnahalds á skipulögðum landbúnaðarsvæðum innan umræddra sveitarfélaga.

helgi@mbl.is