Verðmætt Hluti málverks Mantegna af heilagri fjölskyldu.
Verðmætt Hluti málverks Mantegna af heilagri fjölskyldu.
Menningarmálaráðherra Ítalíu greindi frá því að landamæraverðir í Úkraínu hefðu fundið sautján verðmæt málverk málara fyrri alda sem var stolið í nóvember síðastliðnum úr safninu Museo di Castelvecchio í Veróna á Ítalíu.

Menningarmálaráðherra Ítalíu greindi frá því að landamæraverðir í Úkraínu hefðu fundið sautján verðmæt málverk málara fyrri alda sem var stolið í nóvember síðastliðnum úr safninu Museo di Castelvecchio í Veróna á Ítalíu. Í kjölfarið sýndi forsætisráðherra landsins, Petro O. Poroshenko, blaðamönnum verkin og sagði að þeim yrði skilað innan skamms.

Málverkin eru eftir marga kunna meistara, þar á meðal eru fimm eftir Jacopo Tintoretto og önnur eftir Andrea Mantegna, Peter Paul Rubens og Pisanello. Landamæraverðirnir fundu verkin þar sem þau höfðu verið falin í runnaþykkni skammt frá landamærunum og hafði þeim verið pakkað í plast. Lögreglan í Úkraínu telur að það hafi átt að selja þau í Úkraínu eða Rússlandi.