— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Undirbúningur vegna forsetakosninganna sem verða hinn 25. júní næstkomandi er nú kominn í fullan gang og í gær var kosningaskrifstofa Davíðs Oddssonar, sem er að Grensásvegi 10 í Reykjavík, formlega opnuð.
Undirbúningur vegna forsetakosninganna sem verða hinn 25. júní næstkomandi er nú kominn í fullan gang og í gær var kosningaskrifstofa Davíðs Oddssonar, sem er að Grensásvegi 10 í Reykjavík, formlega opnuð. Fjölmenni var á staðnum af því tilefni, þar sem frambjóðandinn ávarpaði stuðningsmenn sína. Góð stemning var meðal gesta sem notuðu stundina sem þarna gafst bæði til létts skrafs um daginn og veginn og einnig til að bera saman bækur sínar vegna kosninganna sem verða eftir réttar sex vikur.