Hólar í Hjaltadal Lesnar verða upp vinjettur á fjórum tungumálum, norsku, sænsku, grænlensku og íslensku. ´
Hólar í Hjaltadal Lesnar verða upp vinjettur á fjórum tungumálum, norsku, sænsku, grænlensku og íslensku. ´ — Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Vinjettuhátíð verður haldin í Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal, þriðjudaginn 17. maí næstkomandi kl. 17. Ármann Reynisson les upp vinjettur ásamt þrem nemendum í Háskólanum á Hólum. Hver saga verður lesin upp á fjórum tungumálum.

Vinjettuhátíð verður haldin í Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal, þriðjudaginn 17. maí næstkomandi kl. 17.

Ármann Reynisson les upp vinjettur ásamt þrem nemendum í Háskólanum á Hólum. Hver saga verður lesin upp á fjórum tungumálum. Ásamt höfundinum les Elisabeth Jansen á norsku, Hana María Lindmark á sænsku og Inunnqag Jensen Tittussen á grænlensku.

Í upphafi dagskrár er boðið upp á kaffiveitingar. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.