— Ljósm/Þorgeir Baldursson
Veðrið lék við Norðlendinga í gær og þau Laufey Helga María Hlynsdóttir og Hrannar Ingi Óttarsson gerðu sér lítið fyrir og stukku með tilþrifum í sjóinn við hlið hvalaskoðunarskipsins Hafsúlunnar.
Veðrið lék við Norðlendinga í gær og þau Laufey Helga María Hlynsdóttir og Hrannar Ingi Óttarsson gerðu sér lítið fyrir og stukku með tilþrifum í sjóinn við hlið hvalaskoðunarskipsins Hafsúlunnar. Útgerð þess er á vegum Eldingar sem er að hefja starfsemi á Akureyri en farið verður í fyrstu hvalaskoðunarferðirnar þaðan á sunnudag. Kom Hafsúlan norður til Akureyrar í gær en skipið verður notað í ferðirnar á næstunni.