Kröflusvæðið Deilt er um jarðhitaréttindi við Mývatn.
Kröflusvæðið Deilt er um jarðhitaréttindi við Mývatn. — Morgunblaðið/RAX
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur fallist á ósk eigenda meirihluta Reykjahlíðarlands í Mývatnssveit um að dómkvaddir matsmenn leggi mat á jarðhitasvæði þeirra og jarðhitaréttindi Landsvirkjunar og ríkisins við Kröflu og Bjarnarflag.

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur fallist á ósk eigenda meirihluta Reykjahlíðarlands í Mývatnssveit um að dómkvaddir matsmenn leggi mat á jarðhitasvæði þeirra og jarðhitaréttindi Landsvirkjunar og ríkisins við Kröflu og Bjarnarflag.

Landeigendur Reykjahlíðar og ríkið gerðu árið 1971 með sér samkomulag um jarðhitaréttindi á afmörkuðu jarðhitasvæði í landi Reykjahlíðar þar sem kveðið var á um að jarðhitaréttindin yrðu íslenska ríkinu „til frjálsra umráða og ráðstöfunar“. Ríkið samdi síðan árið 2006 við Landsvirkjun um afnot fyrirtækisins af jarðhitaréttindum innan jarðhitasvæðisins við Kröflu, Bjarnarflag og Námafjall.

Landeigendur Reykjahlíðar eiga jarðhitaréttindi utan við afmarkað svæði Landsvirkjunar og vilja nýta það eða fá greiðslur fyrir nýtingu þess. Héraðsdómur féllst á að dómkvaddir matsmenn meti hver sé hlutfallslegur réttur sérhvers eiganda jarðhitaréttindanna á svæðunum til nýtingar þeirra.

Ríkið og Landsvirkjun lögðust gegn matsbeiðninni en í úrskurðinum er vísað til samkomulags sem Landsvirkjun gerði við landeigendur árið 2005 sem opnaði fyrir slíkt mat.