Í Herðubreiðarlindum Þar verður dagskrá á sunnudag.
Í Herðubreiðarlindum Þar verður dagskrá á sunnudag. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Landverðir á Íslandi og um allan heim munu fagna alþjóðadegi landvarða á morgun en sá dagur var haldinn í fyrsta skipti 31. júli 2007 á 15 ára afmæli Alþjóðlega landvarðafélagsins.

Landverðir á Íslandi og um allan heim munu fagna alþjóðadegi landvarða á morgun en sá dagur var haldinn í fyrsta skipti 31. júli 2007 á 15 ára afmæli Alþjóðlega landvarðafélagsins.

Fram kemur í tilkynningu, að Landvarðafélag Íslands sé eitt af 63 landvarðafélögum víðs vegar um heiminn sem eru hluti af Alþjóðlega landvarðafélaginu og muni halda upp á daginn. Sé dagurinn haldinn til að minnast þeirra mörgu landvarða sem hafi látist eða slasast við skyldustörf. Einnig sé þessi dagur haldinn hátíðlegur til að fagna starfi landvarða um allan heim við að vernda náttúru- og menningarleg verðmæti heimsins.

Hjá Umhverfisstofnun starfa um 20 landverðir yfir sumartímann vítt og breytt um landið. Í tilefni alþjóðadags landvarða verður víða boðið upp á fræðslugöngur í friðlöndum og þjóðgörðum landsins. Nánari upplýsingar um dagskrána er að finna á vef Umhverfisstofnunar, ust.is.