Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur samþykkt byggðaaðstoð til Silicor Materials vegna byggingar á sólarkísilverksmiðju á Grundartanga.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur samþykkt byggðaaðstoð til Silicor Materials vegna byggingar á sólarkísilverksmiðju á Grundartanga.

Aðstoðin er virði um 4,640 milljarða íslenskra króna og verður í formi skattahagræðis og ívilnandi reglna um leigu og fyrningu. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan skapi um 450 störf. ESA segir að aðstoðin stuðli að atvinnusköpun og laði til sín fyrirtæki.