Auschwitz Frans páfi gengur inn fyrir hið fræga hlið útrýmingarbúðanna.
Auschwitz Frans páfi gengur inn fyrir hið fræga hlið útrýmingarbúðanna. — AFP
„Drottinn, miskunna þú fólk þitt. Drottinn, fyrirgef þú hina miklu grimmd,“ ritaði Frans páfi í minningarbók er hann í gær heimsótti Auschwitz-Birkenau útrýmingarbúðir nasista í Oswiecim í Póllandi.

„Drottinn, miskunna þú fólk þitt. Drottinn, fyrirgef þú hina miklu grimmd,“ ritaði Frans páfi í minningarbók er hann í gær heimsótti Auschwitz-Birkenau útrýmingarbúðir nasista í Oswiecim í Póllandi.

Frans páfi gekk um búðirnar án hefðbundins fylgdarliðs, s.s. öryggisvarða og kardinála. Fór hann m.a. í gegnum hið fræga hlið búðanna, en yfir því standa orðin: „Arbeit macht frei“, „Vinnan gerir yður frjálsa“.

Að því loknu átti Frans páfi fund með nokkrum eftirlifandi föngum og hitti hann hópinn við vegg sem nasistar nýttu áður til þess að stilla upp fólki fyrir aftökur.

„Ég vildi krjúpa á kné fyrir framan hann, en hann tók mig í arma sér og kyssti mig á kinn,“ sagði hin 86 ára Janina Iwanska. Við hlið hennar stóð hinn 99 ára gamli Alojzy Fros. Hann segist enn muna eftir þeim degi er hann kom fyrst til Auschwitz.

„Rétt eftir að ég kom sá ég, í gegnum opnar dyr, nakin lík í metrahárri hrúgu eins og trjáboli. Ég mun aldrei gleyma þessu.“

Liðin eru 71 ár frá því að sovéskir hermenn náðu búðunum á sitt vald.