Á vef Akranesbæjar segir að á fundi bæjarráðs í fyrradag hafi verið farið yfir bréf frá Sæljóni, félagi smábátaeigenda á Akranesi. Í bréfinu er skerðingu um 200 tonn á D-svæðinu, sem nær frá Höfn í Hornafirði að Mýrum, mótmælt harðlega.
Á vef Akranesbæjar segir að á fundi bæjarráðs í fyrradag hafi verið farið yfir bréf frá Sæljóni, félagi smábátaeigenda á Akranesi. Í bréfinu er skerðingu um 200 tonn á D-svæðinu, sem nær frá Höfn í Hornafirði að Mýrum, mótmælt harðlega. Bæjarráð tekur undir þessar áhyggjur og sendi sjávarútvegsráðherra bókun: „Bæjarráð Akraness lýsir því yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að minnka aflamagn á strandveiðisvæði D, frá sveitarfélaginu Hornafirði að Borgarbyggð, um 200 tonn fyrirvaralaust. Slík vinnubrögð eru með öllu óásættanleg og er þess krafist að ráðherra endurskoði reglugerð um strandveiði fyrir fiskveiðiárið 2015 til 2016 og auki veiðiheimildir á strandveiðisvæði D til fyrra horfs,“ segir í bókuninni.