Landsmót Unglingalandsmót UMFÍ heldur áfram í Borgarnesi þar sem keppt er í fjölmörgum íþróttagreinum. Á annað þúsund keppendur á aldrinum 11-18 ára eru skráðir til leiks. Mótinu lýkur á morgun.

Landsmót

Unglingalandsmót UMFÍ heldur áfram í Borgarnesi þar sem keppt er í fjölmörgum íþróttagreinum. Á annað þúsund keppendur á aldrinum 11-18 ára eru skráðir til leiks. Mótinu lýkur á morgun.

Golf

Hið árlega góðgerðarmót í golfi, Einvígið á Nesinu, er haldið á Nesvellinum á Seltjarnarnesi á mánudaginn, frídegi verslunarmanna. Tíu kylfingar keppa í höggleik um morguninn og leika þá níu holur. Eftir hádegið hefst „shoot out“-fyrirkomulagið þar sem einn fellur úr keppni á hverri holu þar til sigurvegari fæst.