Afmælisbarnið Guðjón, enn 39 ára, daginn fyrir afmælið.
Afmælisbarnið Guðjón, enn 39 ára, daginn fyrir afmælið.
Guðjón Guðjón Helgi Guðjónsson, einkaþjálfari í Sporthúsinu, á 40 ára afmæli í dag. „Ég er búinn að vera í þessu í 20 ár. Boot camp og crossfit er mesta breytingin sem hefur orðið á síðustu árum og hefur verið mjög vinsælt.

Guðjón Guðjón Helgi Guðjónsson, einkaþjálfari í Sporthúsinu, á 40 ára afmæli í dag. „Ég er búinn að vera í þessu í 20 ár. Boot camp og crossfit er mesta breytingin sem hefur orðið á síðustu árum og hefur verið mjög vinsælt.

Ég sjálfur er í þessum klassísku lyftingum, vaxtarræktarlyftingum fyrst og fremst. Svo er ég í útivistinni, á skíðum og hjóla aðeins.

Guðjón hefur keppt bæði í vaxtarrækt og fitness gegnum árin. „Ég keppi ekki á hverju ári heldur hefur þetta verið á fjögurra, fimm ára fresti þegar ég hef verið í stuði. Ég hef yfirleitt náð 2. og 3. sæti, hef verið duglegur við það,“ segir Guðjón spurður um helstu afrek. „Það kemur alltaf einhver djöfull og hirðir efsta sætið. Ég hef líka keppt í hluta af vaxtarræktarlyftingum eins og réttstöðulyftu. Svo var ég í íshokkíi, fótbolta og þessum boltagreinum í gamla daga.“

Guðjón er staddur í París og mun eyða þar afmælisdeginum. „Við frúin skelltum okkur þangað í helgarferð og í dag ætlum við að njóta lífsins, fara út að borða eitthvað gott og skoða mannlífið.“

Eiginkona Guðjóns er Sara Ósk Wheeley, flugfreyja hjá Icelandair og kennari í Vatnsendaskóla. Börn þeirra eru Eyþór Wheeley Guðjónsson 9 ára og og Sylvía Wheeley Guðjónsdóttir 3 ára.