Í úttektinni kemur fram að öll ráðuneytin segjast vera að vinna að eða hefðu á áætlun úrbætur á skjalageymslum samkvæmt tillögum Þjóðskjalasafns. Hyggst safnið fylgja úttektinni eftir á næsta ári. Settar eru fram tillögur um úrbætur í 16 liðum.

Í úttektinni kemur fram að öll ráðuneytin segjast vera að vinna að eða hefðu á áætlun úrbætur á skjalageymslum samkvæmt tillögum Þjóðskjalasafns. Hyggst safnið fylgja úttektinni eftir á næsta ári.

Settar eru fram tillögur um úrbætur í 16 liðum. Öll ráðuneytin þurfa að setja upp búnað sem stýrir hita- og rakastigi í skjalageymslum. Fram kemur að flest ráðuneytin svöruðu því til að möguleikinn á kaupum á slíkum búnaði yrði kannaður eða það yrði gert við fyrsta tækifæri. Í sex af átta ráðuneytum var þörf á að koma upp skynjurum í skjalageymslum til að gera viðvart um innbrot. Eitt ráðuneyti brást strax við ábendingunni og kom upp skynjurum í geymslunni.