Tómas Guðbjartsson
Tómas Guðbjartsson — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Síðastliðinn laugardag, 17. nóvember, var alþjóðadagur lungnakrabbameins og af því tilefni ákvað samstarfshópur um lungnakrabbamein á Landspítala að gefa út bækling um sjúkdóminn á pólsku. Er hægt að nálgast ritið á vefnum lungnakrabbamein.is.

Síðastliðinn laugardag, 17. nóvember, var alþjóðadagur lungnakrabbameins og af því tilefni ákvað samstarfshópur um lungnakrabbamein á Landspítala að gefa út bækling um sjúkdóminn á pólsku. Er hægt að nálgast ritið á vefnum lungnakrabbamein.is. Fyrir tveimur árum var gefinn út bæklingur á íslensku um þessa tegund krabbameins, ætlaður sjúklingum og aðstandendum þeirra. Viðtökur voru góðar Á síðasta ári var bæklingurinn gefinn út á ensku fyrir sjúklinga sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Markmiðið er að allir sem greinast með lungnakrabbamein hér á landi, á ári um 160 manns, fái bæklinginn í hendur við greiningu.

Í tilkynningu Landspítalans segir að mjög hafi skort á að upplýsingar um lungnakrabbamein væru aðgengilegar á pólsku. Á Íslandi séu innflytjendur um 10% landsmanna og um 40% þessara rúmlega 30 þúsund innflytjenda séu Pólverjar. Allur gangur sé á því hvort þeir séu enskumælandi.

Samið af íslenskum læknum

Íslenskir sérfræðingar sömdu efnið og miðast það við hérlendar aðstæður. Aðaláherslur eru á nýjungar í meðferð, bæði lyfja- og geislameðferð, en einnig framfarir í skurðaðgerðum. Tómasi Guðbjartsson, læknir og prófessor, er ábyrgðarmaður og útgefandi bæklingsins. sbs@mbl.is