Flytjendurnir Við sögu koma bæði íslensk og erlend tónverk.
Flytjendurnir Við sögu koma bæði íslensk og erlend tónverk.
Á tónleikum í Tíbrár-syrpunni í Salnum á sunnudag klukkan 20 verður boðið upp á dagskrá undir yfirskriftinni Contrasts – Fragments . Á efnisskránni verða fjölbreytileg verk, stutt og lengri, íslensk og erlend.

Á tónleikum í Tíbrár-syrpunni í Salnum á sunnudag klukkan 20 verður boðið upp á dagskrá undir yfirskriftinni Contrasts – Fragments .

Á efnisskránni verða fjölbreytileg verk, stutt og lengri, íslensk og erlend. Þjóðlög verða undirliggjandi, vögguvísan kemur við sögu og franskur impressjónismi er sagður svífa yfir Salnum.

Flytjendur á tónleikunum verða Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran, Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari, Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari, Grímur Helgason klarínettuleikari og Kristján Karl Bragason sem leikur á píanó.

Á tónleikunum verður meðal annars flutt nýtt íslenskt verk eftir Unu Sveinbjarnardóttur fyrir mezzósópran og undirbúinn píanókvartett. Verkið var frumflutt á Dalvík í sumar en heyrist nú í fyrsta sinn á höfuðborgarsvæðinu. Meðal annarra tónskálda sem við sögu koma eru Þorkell Sigurbjörnsson, Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson og Jórunn Viðar, Jolivet, Saint-Saëns og Bartók.