Talstöðvar embættis Ríkislögreglustjóra og Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu verða endurnýjaðar, vegna þess öryggisbrests í fjarskiptabúnaði embættanna sem komið hefur á daginn og varðar Tetra-fjarskiptakerfið.

Talstöðvar embættis Ríkislögreglustjóra og Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu verða endurnýjaðar, vegna þess öryggisbrests í fjarskiptabúnaði embættanna sem komið hefur á daginn og varðar Tetra-fjarskiptakerfið.

Nýjar talstöðvar verða dulkóðaðar, þannig að enginn eigi að geta brotið sér leið inn í fjarskiptin. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir að í sjúkraflutningum verði teknar upp nýjar fjarskiptavenjur, þannig að um talstöðvar fari aldrei persónulega rekjanlegar upplýsingar um sjúklinga. 6