Dans Kenneth Branagh í hlutverki sínu sem Rice í The Entertainer.
Dans Kenneth Branagh í hlutverki sínu sem Rice í The Entertainer.
The Entertainer Bíó Paradís sýnir sviðsupptöku af uppfærslu Garrick-leikhússins í London á The Entertainer eftir John Osborne. Sagan gerist á eftirstríðsárunum í Bretlandi og fjallar um revíuleikarann Archie Rice, sem má muna sinn fífil fegurri.
The Entertainer

Bíó Paradís sýnir sviðsupptöku af uppfærslu Garrick-leikhússins í London á The Entertainer eftir John Osborne. Sagan gerist á eftirstríðsárunum í Bretlandi og fjallar um revíuleikarann Archie Rice, sem má muna sinn fífil fegurri. Kenneth Branagh fer með hlutverk Rice, en í öðrum hlutverkum eru Phil Dunster, Gawn Grainger, Jonah Hauer-King, Crispin Letts, Sophie McShera og Greta Scacchi. Leikstjóri er Rob Ashford. Sýningar verða í kvöld og annað kvöld sem og laugardaginn 26. nóvember og sunnudaginn 27. nóvember klukkan 20 öll kvöld.

For the Love of Spock

Spock er einn ástsælasti karakter sjónvarps og bíómynda. Í heimildarmyndinni For the Love of Spock skoðar leikstjórinn Adam Nimoy annars vegar líf Leonards Nimoy, sem lést í febrúar 2015, og hins vegar þau áhrif sem Spock hafði á heiminn allan. Bíó Paradís og Nexus ætla að heiðra leikarann og þekktustu persónu hans með sýningu myndarinnar í Bíó Paradís í kvöld, laugardag, klukkan 20.