Fjölbreytilegar Ein af teikningunum á sýningunni Á pappír.
Fjölbreytilegar Ein af teikningunum á sýningunni Á pappír.
Ný sýning, Á pappír , verður opnuð í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ í dag, laugardag, klukkan 15. Á sýningunni gefur að líta skissur og teikningar hönnuða og myndlistarmanna, úr eigu safnsins og einkasöfnum.

Ný sýning, Á pappír , verður opnuð í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ í dag, laugardag, klukkan 15. Á sýningunni gefur að líta skissur og teikningar hönnuða og myndlistarmanna, úr eigu safnsins og einkasöfnum.

Verkin á sýningunni gefa mynd af vinnubrögðum hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókakápa og húsgagna- og innanhússhönnunar, allt frá þriðja áratug síðustu aldar fram á þann sjöunda. Sýnd eru verk eftir Jónas Sólmundsson, sem var einn frumherja íslenskra innanhúsarkitekta (1905-1983), Jón Kristinsson, eða Jónda, sem vann um árabil að auglýsingateiknun (1925-2009), Kristínu Þorkelsdóttur (1936), sem er einn af frumkvöðlum grafískrar hönnunar á Íslandi, Lothar Grund, leiktjaldamálara, innanhússarkitekt og listmálara (1923-1995), Stefán Jónsson, auglýsingateiknara og arkitekt (1913-1989), og Sverri Haraldsson listmálara (1930-1985).

Sýningarnefnd skipa þær Ástríður Magnúsdóttir, Harpa Þórsdóttir og Þóra Sigurbjörnsdóttir, en Helgi Már Kristinsson hannaði útlit sýningarinnar.