Snorri Einarsson
Snorri Einarsson
Snorri Einarsson hafnaði í fimmtánda sæti á sterku alþjóðlegu móti, Beitosprinten, í 15 km skíðagöngu með hefðbundinni aðferð í Noregi í gær. Snorri var í 28.

Snorri Einarsson hafnaði í fimmtánda sæti á sterku alþjóðlegu móti, Beitosprinten, í 15 km skíðagöngu með hefðbundinni aðferð í Noregi í gær. Snorri var í 28. sæti eftir fyrstu fimm kílómetrana en var búinn að vinna sig upp í fimmtánda sæti eftir tíu kílómetra og hélt því til loka. Sigurvegari varð Didrik Tönseth frá Noregi, sem er í sjötta sæti á heimslistanum í greininni.

Fyrir þetta fær Snorri 55,56 FIS-punkta, sem er aðeins frá hans besta. Í dag keppir hann á sama stað í 15 km göngu með frjálsri aðferð. Í ítarlegri umfjöllun um Snorra í Morgunblaðinu í gær kom fram að hann væri nú þegar orðinn besti skíðagöngumaður Íslands frá upphafi, en hann er nýbyrjaður að keppa fyrir hönd Íslands. vs@mbl.is