Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon
Þegar Alþingi kemur saman við þingsetningu að loknum alþingiskosningum skal sá þingmaður sem hefur lengsta þingsetu að baki stjórna þangað til forseti þingsins er kosinn og standa fyrir kosningu hans. Þetta segir í 1. grein þingskaparlaga.

Þegar Alþingi kemur saman við þingsetningu að loknum alþingiskosningum skal sá þingmaður sem hefur lengsta þingsetu að baki stjórna þangað til forseti þingsins er kosinn og standa fyrir kosningu hans. Þetta segir í 1. grein þingskaparlaga. Það mun því koma í hlut Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns Vinstri grænna að stjórna fyrsta fundinum. Steingrímur hefur setið á Alþingi síðan árið 1983 og hefur að baki langlengstu þingsetu nýkjörinna alþingismanna.

Á fyrsta fundi þingsins eftir kosningar til Alþingis skal kjósa níu þingmenn í nefnd eftir reglum til þess að prófa kjörbréf og kosningu nýkjörinna þingmanna og varaþingmanna. Í 2. grein laganna segir svo: Sérhver nýr þingmaður skal vinna svofellt drengskaparheit að stjórnarskránni undireins og búið er að viðurkenna að kosning hans sé gild, sbr. 47. gr. stjórnarskrárinnar: Ég undirskrifaður/uð, sem kosin(n) er þingmaður til Alþingis Íslendinga, heiti því, að viðlögðum drengskap mínum og heiðri, að halda stjórnarskrá landsins. Meðan þingmaður hefur ekki unnið heit samkvæmt þessari grein má hann ekki taka þátt í þingstörfum,