Jón Leifs
Jón Leifs
Þriðju og síðustu tónleikar Listaháskóla Íslands í samstarfi við Listvinafélagið á 35. starfsárinu verða í dag, laugardag, kl. 14.

Þriðju og síðustu tónleikar Listaháskóla Íslands í samstarfi við Listvinafélagið á 35. starfsárinu verða í dag, laugardag, kl. 14.

Þar verða flutt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Daníel Bjarnason, Jón Leifs, Þorvald Örn Davíðsson, Örn Ými Arason, Tryggva M. Baldvinsson, Huga Guðmundsson, Ola Gjeilo, Knut Nysted, John Tavener, Hafliða Hallgrímsson og Sofie Meyer. Fjöldi hljóðfæraleikara kemur fram og kór tónlistardeildar Listaháskóla Íslands syngur undir stjórn Steinars Loga Helgasonar og Sigurðar Halldórssonar. Aðgangur er ókeypis.