— Morgunblaðið/Eggert
Kátir krakkar sem tekið hafa þátt í barnaréttindaviku nokkurra frístundaheimila í Reykjavík fóru í réttindagöngu um bæinn og komu meðal annars við á Alþingi og í Ráðhúsinu.
Kátir krakkar sem tekið hafa þátt í barnaréttindaviku nokkurra frístundaheimila í Reykjavík fóru í réttindagöngu um bæinn og komu meðal annars við á Alþingi og í Ráðhúsinu. Markmið göngunnar var að veita börnunum tækifæri til að fagna réttindum sínum, sem eru m.a. tryggð með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Með löggildingu hans var réttur barna til þátttöku gerður jafnrétthár rétti þeirra til verndar og umhyggju – og á það minntu börnin með þessum táknrænu aðgerðum sínum á borgarröltinu í gær.