Fiskveiðifloti Grænlendinga er mjög fjölbreyttur, allt frá hundasleðum og smábátum til nútímalegra frystitogara. Nú eru gerð út 32 skip sem eru yfir 30 metrar og 270 skip undir 30 metrum. Að auki eru um 1.

Fiskveiðifloti Grænlendinga er mjög fjölbreyttur, allt frá hundasleðum og smábátum til nútímalegra frystitogara. Nú eru gerð út 32 skip sem eru yfir 30 metrar og 270 skip undir 30 metrum. Að auki eru um 1.600 opnir smábátar undir sex metrum og um 600 hundasleðar. Einn nýsmíðaður frystitogari var afhentur árið 2016 og samið hefur verið um smíði á fjórum frystitogurum til viðbótar.

Hilmar segir að talsvert sé um það í Grænlandi að fiskveiðar séu stundaðar á hundasleðum fyrir norðan 63. breiddargráðu. Þá fari veiðimenn út á ísinn, skeri gat á hann og veiði síðan með handfærum í gegnum vökina. Aflinn sé misjafn, en ekki sé óalgengt að veiðimenn fari með með 100-300 kíló í einu í næstu fiskvinnslu og ársaflinn geti í heildina verið allt að tvö þúsund tonn. Margir séu einnig með hraðskreiða vélsleða.

Hátt verð fyrir grálúðu síðustu ár hefur skapað ákveðin vandamál að sögn Hilmars. Ferðafólk sæki mjög í að komast í ferðir á hundasleðum. Eigendur þeirra sjái hins vegar hag sínum oft betur borgið með því að veiða grálúðu og hafi því verið tregir að leigja sleðana í önnur verkefni.