Þórshöfn Jón Gunnþórsson, formaður Félags eldri borgara, (t.v.), tekur hér formlega við gjöfinni sem Sölvi Alfreðsson afhenti fyrir hönd gefanda.
Þórshöfn Jón Gunnþórsson, formaður Félags eldri borgara, (t.v.), tekur hér formlega við gjöfinni sem Sölvi Alfreðsson afhenti fyrir hönd gefanda. — Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn Brott fluttir Þórshafnarbúar hugsa margir með hlýju heim á gamla staðinn sinn og sýna það í verki. Félag eldri borgara á Þórshöfn fékk myndarlega gjöf í húsnæði sitt frá einum slíkum og var það 65 tomma sjónvarp ásamt heimabíókerfi.

Þórshöfn Brott fluttir Þórshafnarbúar hugsa margir með hlýju heim á gamla staðinn sinn og sýna það í verki. Félag eldri borgara á Þórshöfn fékk myndarlega gjöf í húsnæði sitt frá einum slíkum og var það 65 tomma sjónvarp ásamt heimabíókerfi.

Gefandinn er Hreggviður Jónsson sem er borinn og barnfæddur á Þórshöfn en er í dag þekktur í viðskiptalífinu og brást vel við þegar til hans var leitað, eins og gjöfin sýnir.

Ýmislegt er á prjónunum hjá félagi eldri borgara í byggðarlaginu og á döfinni hjá þeim er að fá að nýta aðstöðu í grunnskólanum til smíða og annars föndurs, sem er þeim velkomið. Núverandi húsnæði félagsins er komið til ára sinna og hugmyndir uppi um að betra húsnæði gæti fengist á næstunni undir starfsemina, sem býður þá upp á ýmsa möguleika.