„Það er lagaleg skylda að gera áhættumat sem snýr að andlegum og félagslegum þáttum á vinnustað. Í kjölfarið ber vinnustaðnum að gera aðgerðaáætlun sem snýr að þessum þáttum.
„Það er lagaleg skylda að gera áhættumat sem snýr að andlegum og félagslegum þáttum á vinnustað. Í kjölfarið ber vinnustaðnum að gera aðgerðaáætlun sem snýr að þessum þáttum. Ef það er gert og áætlunin er kynnt fyrir öllum starfsmönnum og hlutaðeigandi aðilum er það besta forvarnaleiðin gegn því að eitthvað svona komi upp. Þá vita allir hvar þeir standa, hvert er hægt að leita, í hvernig ferli málin fara ef þau koma upp og hvernig er farið með upplýsingar,“ segir Jóhann Friðrik Friðriksson, fagstjóri sálfélagslegra þátta hjá Vinnueftirlitinu, í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins, um hvernig íslenskir vinnustaðir standi sig í því að hindra og taka á kynferðislegri áreitni.