Hreiðar Ingi
Hreiðar Ingi
Kórverk Hreiðars Inga verða í forgrunni á tónleikum í Langholtskirkju í dag, laugardag, kl. 16. Flutt verða veraldleg og trúarleg verk frá ferli tónskáldsins, bæði ný og eldri.

Kórverk Hreiðars Inga verða í forgrunni á tónleikum í Langholtskirkju í dag, laugardag, kl. 16. Flutt verða veraldleg og trúarleg verk frá ferli tónskáldsins, bæði ný og eldri. „Verkin eru í senn áheyrileg og vönduð, sungið verður um hrafna, drauga, ástina og trúna,“ segir í tilkynningu.

Flytjendur eru Kór Langholtskirkju undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar, Graduale Nobili undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar, Lilja Dögg Gunnarsdóttir mezzósópran, Frank Aarnik slagverksleikari og Elísabet Waage hörpuleikari.