Stuðningur við Vinstri græn hefur minnkað umtalsvert frá kosningunum í síðasta mánuði. Það mælist 13% og hefur dalað um 3,6% prósentustig. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar MMR sem gerð var 14.-17. nóvember.

Stuðningur við Vinstri græn hefur minnkað umtalsvert frá kosningunum í síðasta mánuði. Það mælist 13% og hefur dalað um 3,6% prósentustig. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar MMR sem gerð var 14.-17. nóvember. Stuðningur við Samfylkinguna hefur aukist úr 12,1% í 16%, fylgi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks minnkar, Sjálfstæðisflokkur mælist með 24,4% og Framsókn með 9,5%. Viðreisn, Miðflokkurinn og Píratar eru á svipuðu róli og í kosningunum en Flokkur fólksins fær 8,4%.

Einungis 60% af þeim sem kusu VG síðast sögðust myndu kjósa flokkinn aftur ef kosið yrði nú.