Fundi Samtaka krabbameinsfélaga á Norðurlöndunum lauk í Reykjavík í gær. Íslendingar hafa farið með forystu í samtökunum undanfarin þrjú ár og í gær tóku Danir við keflinu. Fundinn í Reykjavík sátu m.a.

Fundi Samtaka krabbameinsfélaga á Norðurlöndunum lauk í Reykjavík í gær. Íslendingar hafa farið með forystu í samtökunum undanfarin þrjú ár og í gær tóku Danir við keflinu.

Fundinn í Reykjavík sátu m.a. Sakari Karjalainen, aðalritari finnska krabbameinsfélagsins og forseti samtaka evrópskra krabbameinsfélaga, Anna Lise Ryel, framkvæmdastjóri norska krabbameinsfélagsins og Leif Vestergaard Pedersen, framkvæmdastjóri danska krabbameinsfélagsins. Auk þeirra sátu fundinn fulltrúar frá öllum Norðurlandaþjóðunum, þar með talið frá Færeyjum.

Á fundinum var m.a. rætt um samfélagslegan kostnað vegna krabbameins, tóbaksvarnir og baráttu gegn því að lífeyrissjóðir fjárfesti í tóbaksframleiðslu og krabbameinsáætlanir tengdar fjárlögum ríkja.