Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að höfuðlénið .is var skráð. Bandaríkjamaðurinn Jonathan B.

Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að höfuðlénið .is var skráð. Bandaríkjamaðurinn Jonathan B. Postel og félagar hans afhentu lénið félagasamtökunum SURIS (Samtök um upplýsinganet rannsóknaraðila á Íslandi) og ICEUUG (Icelandic Unix Users Group) sem höfðu rekið ISnet, fyrsta vísinn að interneti á Íslandi.

73% skráð hérlendis

Fyrsta nettengingin á Íslandi var við evrópska EUnet-netið að tilstuðlan starfsmanna Háskóla Íslands og Hafrannsóknarstofnunar. Fyrstu .is-lénin voru hafro.is, hi.is og os.is sem öll eru enn virk.

Í dag eru til um 63.600 .is-lén og eru um 73% þeirra skráð til heimilis hér á landi en .is-lén má finna í yfir 100 löndum um allan heim, að því er fram kemur í tilkynningu frá ISNIC.

ISNIC tók við stjórn landslénsins .is er SURIS var breytt í hlutafélagið Internet á Íslandi hf. (ISNIC). Við stofnun félagsins voru hluthafar þess tæplega 50 að tölu en þeir eru 23 í dag.