Leiðrétting Í FRÉTT í Morgunblaðinu á laugardaginn var sagt að Sambandið hefði nýlega fengið 30 milljón króna skreiðarskuld greidda, en það munu hafa verið Sameinaðir framleiðendur sem fengu skuldina borgaða.

Leiðrétting

Í FRÉTT í Morgunblaðinu á laugardaginn var sagt að Sambandið hefði nýlega fengið 30 milljón króna skreiðarskuld greidda, en það munu hafa verið Sameinaðir framleiðendur sem fengu skuldina borgaða.

Bjarni Magnússon hjá Íslensku umboðssölunni hafði samband við blaðið vegna þessa og sagði hannað með þessarri greiðslu hefðu Sameinaðir framleiðendur fengið allar skuldir fram til ársins 1986 greiddar.