ID, "Gleymist oft, að velferðin kostar peninga" Rætt við dr. Leif A. Heløe, fyrrum félagsmálaráðherra Noregs Á ÞINGI Norræna tannlæknafélagsins í Reykjavík, 4. og 5. júlí, hélt dr. Leif A.

ID, "Gleymist oft, að velferðin kostar peninga" Rætt við dr. Leif A. Heløe, fyrrum félagsmálaráðherra Noregs

Á ÞINGI Norræna tannlæknafélagsins í Reykjavík, 4. og 5. júlí, hélt dr. Leif A. Heløe, fyrrum félagsmálaráðherra Noregs fyrirlestur um framtíð tannlækninga á Norðurlöndum, með hliðsjón af kreppu velferðarríkisins. Ræddi hann meðal annars um möguleika á aukinni einkavæðingu í því sambandi.

Í samtali við Morgunblaðið sagði Heløe, að á Norðurlöndum og reyndar í allri Vestur-Evrópu færu fram alvarlegar umræður um heilbrigðiskerfið og aukna einkavæðingu þar. "Í þessum löndum er blandað hagkerfi. Þar er rík hefð fyrir því, að heilbrigðisþjónustan sé að mestu leyti kostuð af almannafé. Á Norðurlöndum koma að meðaltali 80-90% heilbrigðisútgjalda úr opinberum sjóðum. Til dæmis er kostnaður vegna tannlækninga greiddur að mestu eða öllu leyti af ríkinu."

Heløe telur, að gífurlegur vöxtur í heilbrigðiskerfinu muni gera breytingar á þessu fyrirkomulagi óhjákvæmilegar. "Bætt lífskjör, framfarir og úrbætur í heilbrigðismálum leiða til þess að fólk gerir auknar kröfur. Hugtakið þörf hefur breytt um merkingu. Segja má að nýjar þarfir verði til, og kröfurnar um að þær verði uppfylltar verða sífellt háværari. Það leiðir svo til þess, að þenslan í heilbrigðiskerfinu verður meiri en svo, að framlög hins opinbera geti staðið undir því."

"Aukinni þjónustu fylgja líka nýir þrýstihópar sjúklinga og starfsfólks," bætti Heløe við. "Þess ir þrýstihópar munu sífellt reyna að ná til sín hærri upphæðum úr opinberum sjóðum. Ef stjórnmálamenn eru ekki staðfastir og vilja sterkir, er mikil hætta á að þeir láti undan háværustu þrýstihópun um, án tillits til þess hvar hin opinberu útgjöld koma að mestu gagni."

"Af þessu leiðir, að draga verður skýra markalínu milli heilsugæslu og velferðar. Hvað tannlækning arnar varðar, tel ég að reglubundin tannlæknisþjónusta fyrir börn og ungmenni sé sjálfsagður hluti heilsugæslunnar, og beri því að greiða fyrir hana úr sameiginlegum sjóðum okkar. Hins vegar er ég þeirrar skoðunnar, að hver fullorðinn maður eigi sjálfur að bera ábyrgð á tannheilsu sinni og greiða fyrir þá þjónustu er hann nýtur. Endurgreiðslur á kostnaði vegna tannlæknisþjonustu fyrir þetta fólk er misnotkun á almannafé. Þó undanskil ég fatlaða og aldraða, sem eiga að mínu mati að fá styrki til þessa, til dæmis í gegnum tryggingakerfið."

"Það gleymist oft," hélt Heløe áfram, "að velferðin kostar peninga. Segja má, að barist sé um fjármagnið á tvennum vígstöðvum. Annars vegar krefst fólk lægri skatta, en vill á sama tíma njóta meiri félagslegrar þjónustu. Það er meira að segja algengt, að sömu einstaklingarnir berjist fyrir hvorutveggja. Við verðum að átta okkurá því, hvað velferðin kostar. Við höfum vissulega skyldum að gegna, bæði gagnvart sjálfum okkur og öðrum. En við getum ekki varpað öllum byrðunum yfir á herðar samfélagsins, við verðum sjálf að axla einhverjar þeirra," sagði Heløe að lokum.

Morgunblaðið/Einar Falur

Dr. Leif A. Heløe, fyrrverandi félagsmálaráðherra Noregs.