Norrænt tannlæknaþing í Reykjavík: "Tannlæknar geta oft unnið bug á langvarandi höfuðverk" - segir dr. Eigild Møller, prófessor NORRÆNA tannlæknafélagið hélt 41. þing sitt í Íslensku óperunni í Reykjavík dagana 4. og 5. júlí.

Norrænt tannlæknaþing í Reykjavík: "Tannlæknar geta oft unnið bug á langvarandi höfuðverk" - segir dr. Eigild Møller, prófessor

NORRÆNA tannlæknafélagið hélt 41. þing sitt í Íslensku óperunni í Reykjavík dagana 4. og 5. júlí. Fjallað var um hlutverktannlæknisins í framtíðinni og voru fyrirlestrar haldnir um það efni. Magnús Kristinsson og Peter Holbrook kynntu niðurstöður sínar á tannheilsu fjögurra ára barna í Reykjavík og Stefán Yngvi Finnbogason sagði frá rannsóknum sínum á áhrifum flúortannkrems á tannátutí ðni hjá íslenskum skólabörnum.

Meðal erlendra fyrirlesara á þinginu var dr. Eigild Møller, prófessor við Tannlæknaháskólann í Kaupmannahöfn. Fjallaði hann um höfuðverk, verki í andliti, tygging arvöðvum og kjálkaliðum, og með hvaða hætti tannlæknar geta oft átt þátt í að lækna slíka sjúkdóma.

Í samtali við Morgunblaðið sagði Møller, að skýringarnar á höfuðverk væru margvíslegar. Ein gæti verið álag á vöðvum, þar á meðal tygg ingarvöðvum. "Vöðvarnir vinna fyrir okkur," sagði hann. "Vinnuskil yrði tyggingarvöðvanna eru tennurnar og bitið. Óöruggt bit veldur höfuðverk, því það leiðir til of mikils álags á vöðvunum."

Dr. Eigild Møller sagði enn fremur, að þar sem tannlæknirinn einn fengist við tennurnar og bitið, væri eðlilegt að leita til hans vegna höfuðverkja. "Tannlæknirinn getur með einföldum hætti fundið, hvort verkirnir stafa af tönnunum. Sé svo, getur hann létt ofurspennu af vöðvunum með tæki, sem kallast bitskinna. Með því er hægt að dreifa álaginu og vinna bug á höf uðverknum."

Í máli Møllers kom fram, að algengt væri að fólk áttaði sig ekki á, að höfuðverkur gæti átt sér þessar skýringar. "Þegar fólk er rannsakað á sjúkrahúsum vegna höfuð kvala, þá er kannað, hvort um vef ræna taugasjúkdóma sé að ræða. Ef þeir greinast ekki, er reynt að hjálpa sjúklingnum með verkjalyfjum. Tannlæknirinn getur aftur á móti greint, hvenær orsakanna er að leita í óöruggu biti eða liðasjúk dómum í kjálkum. Hann getur þá, ýmist einn eða með hjálp annarra lækna, unnið bug á höfuðverknum."

Að lokum beindi dr. Eigild Møller orðum sínum til lesenda: "Ef þú hefur lengi þjáðst af höfuðverk, en orsakir hans ekki verið greindar, þá skaltu leita til tannlæknisins þíns."

Morgunblaðið/Einar Falur

Morgunblaðið/Einar Falur

Dr. Eigild Møller heldur fyrirlestur á sviði Íslensku óperunnar.