Þórunn Guðmundsdóttir
Þórunn Guðmundsdóttir
Voveiflegur dauðdagi Kristínar Sigurðardóttur vinnukonu árið 1756 er yfirskrift hádegisfyrirlestrar Þórunnar Guðmundsdóttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands í dag kl. 12.05. Þema fyrirlestranna þetta vorið er réttarfar og refsingar.

Voveiflegur dauðdagi Kristínar Sigurðardóttur vinnukonu árið 1756 er yfirskrift hádegisfyrirlestrar Þórunnar Guðmundsdóttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands í dag kl. 12.05. Þema fyrirlestranna þetta vorið er réttarfar og refsingar.

Í fyrirlestrinum fjallar Þórunn um mál sem höfðað var þegar lík Kristínar Sigurðardóttur fannst við Sámsstaðaá sumarið 1756. Þetta sumar hvarf Kristín, ógift og vanfær vinnukona, frá heimili sínu í Laxárdal í Dalasýslu. Næsta dag var farið að svipast um eftir henni og fannst hún látin við Sámsstaðaá. Áverkar voru á líkinu og ástand þess svo undarlegt að ástæða þótti til að rannsaka andlátið frekar. Magnús Ketilsson, sýslumaður Dalamanna, rannsakaði andlátið, en inn í rannsóknina fléttaðist líka leitin að föður þess barns sem Kristín gekk með þegar hún lést. Dómur féll vorið 1757.