Richard Wagner
Richard Wagner
Aðeins viku fyrir frumsýningu Óperunnar í Malmö á Hollendingnum fljúgandi eftir Wagner hurfu hljómsveitarnóturnar sporlaust þegar verið var að flytja þær milli staða á hjóli. Frá þessu er greint á vef sænska ríkisútvarpsins.
Aðeins viku fyrir frumsýningu Óperunnar í Malmö á Hollendingnum fljúgandi eftir Wagner hurfu hljómsveitarnóturnar sporlaust þegar verið var að flytja þær milli staða á hjóli. Frá þessu er greint á vef sænska ríkisútvarpsins. Torgny Nilsson, talsmaður óperunnar, vísar því á bug að frumsýningin sé í hættu þrátt fyrir að sex mánaða vinna liggi í glötuðu nótunum í formi fyrirmæla um túlkunarleiðir og styrkleikabreytingar. „Við þurfum að hafa hraðar hendur við að útvega nýjar nótur og margir munu þurfa að leggja hart að sér til að þetta náist.“