— Morgunblaðið/Árni Sæberg
29. janúar 1928 Slysavarnafélag Íslands, SVFÍ, var stofnað. Fyrsti forseti þess var Guðmundur Björnsson landlæknir. Haustið 1999 var félagið sameinað Landsbjörg undir nafninu Slysavarnafélagið Landsbjörg. 29.

29. janúar 1928

Slysavarnafélag Íslands, SVFÍ, var stofnað. Fyrsti forseti þess var Guðmundur Björnsson landlæknir. Haustið 1999 var félagið sameinað Landsbjörg undir nafninu Slysavarnafélagið Landsbjörg.

29. janúar 2000

Innsigli var rofið á kassa sem hafði verið afhentur Landsbókasafni til varðveislu árið 1967 en áskilið að yrði ekki opnaður fyrr en árið 2000. Í kassanum voru bréf til Erlendar Guðmundssonar í Unuhúsi frá Halldóri Laxness, Þórbergi Þórðarsyni, Stefáni frá Hvítadal og fleirum.

29. janúar 2000

Vísindavefur Háskóla Íslands var opnaður. Lesendur máttu leggja fram „spurningar um hvaðeina sem ætla má að starfsmenn Háskólans og stofnana hans geti svarað eða fundið svör við,“ sagði í kynningu.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson