Fjölskyldan Hjördís og Kristmann ásamt börnum sínum og tengdabörnum.
Fjölskyldan Hjördís og Kristmann ásamt börnum sínum og tengdabörnum.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hjördís Magnúsdóttir fæddist 29. janúar 1939 í Reykjavík og var tekin í fóstur af fósturforeldrum þegar hún var níu mánaða. Reyndust þeir henni frábærlega vel og tóku henni ávallt sem sínu eigin barni. Hún hélt þó alltaf góðu sambandi við móður sína.

Hjördís Magnúsdóttir fæddist 29. janúar 1939 í Reykjavík og var tekin í fóstur af fósturforeldrum þegar hún var níu mánaða. Reyndust þeir henni frábærlega vel og tóku henni ávallt sem sínu eigin barni. Hún hélt þó alltaf góðu sambandi við móður sína.

Hjördís gekk í Miðbæjarbarnaskólann og síðan í Kvennaskólann þar sem hún útskrifaðist árið 1956.

Að lokinni skólagöngu hóf Hjördís störf hjá Olíufélaginu sem þá hét Hið íslenska steinolíufélag en eftir að hún giftist árið 1958 hóf hún störf hjá Pfaff hf., þar sem hún vann ýmis skrifstofustörf og kenndi auk þess á saumavélar um árabil. Unnu þau hjónin þar saman, Kristmann í 56 ár og Hjördís í tæp 50 ár, þar til þau létu af störfum vegna aldurs. „Við erum ennþá eigendur að fyrirtækinu en börnunum og okkur fannst gott að þau tækju við rekstrinum.“

Hjördís lék handbolta með Ármanni og einnig með liði Kvennaskólans og reyndist það lið frámuna sigursælt. Félagsstörf hafa löngum átt hug Hjördísar og var hún lengi í Sinawik en hefur undanfarin rúm 25 ár verið í Oddfellow.

„Áhugamál mín hafa verið garðyrkjustörf – einkum við sumarbústað fjölskyldunnar við Norðurá í Borgarfirði en undanfarin 25 ár hef ég stundað golf af kappi, ekki síst í sólarlöndum þar sem við hjónin höfum dvalið langdvölum.“

Fjölskylda

Eiginmaður Hjördísar er Kristmann Örn Magnússon, f. 30.5. 1937, fyrrverandi framkvæmdastjóri Pfaff hf. Foreldrar: Magnús Þorgeirsson, stórkaupmaður og stofnandi Pfaff, f. 1902, d. 1983, og Ingibjörg Kaldal Jónsdóttir, 1903, d. 1986, húsfreyja.

Börn: 1) Magnús Ingi, f. 9.3. 1958, þjónustustjóri Pfaff hf. Hann er giftur Rebekku Kristjánsdóttur og búa þau á Stekkjarhóli í landi Grjóteyrar við Meðalfellsvatn. Börn: Kristmann Örn, f. 28.4. 1990, starfar við sölustörf í ELKO, og Sólveig Eva, f. 12.12. 1991, starfar við leiklist og módelstörf í New York 2) Margrét Þóra, framkvæmdastjóri Pfaff hf., f. 24.2. 1962. Hún er gift Sigurjóni Alfreðssyni, innkaupafulltrúa hjá Íslenskum aðalverktökum. Börn: Sindri Már Kaldal, f. 22.5. 1992, hugbúnaðarverkfræðingur og starfar hjá WOW og er í sambúð með Helgu Þórðardóttur, og Birta Dís Kaldal, f. 8.5. 1995, er í framhaldsnámi í viðskiptafræði; 3) Birgir tölvufræðingur, f. 4.8. 1969, hugbúnaðarfræðingur hjá Centara. Hann er giftur Ingu Birnu Eiríksdóttur, fagstjóra sérkennslu við Lindaskóla í Kópavogi. Börn: Salka Kaldal, f. 7.10. 2005, nemi í Garðaskóla, og Sölvi Kaldal, f. 22.8. 2007, nemi í Hofsstaðaskóla

Hálfsystkini: Guðrún Egilsdóttir húsmóðir, Alda María Magnúsdóttir, kirkjuvörður við Árbæjarkirkju, Sævar Magnússon (látinn), og Gunnar Magnússon, fyrrverandi sjómaður. Uppeldissystkini: Magnea J. Þorsteinsdóttir (látin), Sigurður Hólm Þorsteinsson (látinn), Guðmundur Þorsteinsson (Immi) (látinn).

Foreldrar: Anna M. Þorbergsdóttir, f. 25.5. 1919, d. 5.7. 1975, húsfreyja í Reykjavík, og Magnús Benjamínsson, f. 31.3. 1918, d. 17.10. 1948, sjómaður í Reykjavík, drukknaði. Fósturforeldrar: Hjónin Margrét S. Magnúsdóttir, f. 25.11. 1909, d. 27.1. 1993, húsfreyja í Reykjavík, og Þorsteinn B. Jónsson málari, f. 19.7. 1908, d. 16.7. 1984, málari í Reykjavík.