Anna Burns hreppti „Bookerinn“ í fyrra.
Anna Burns hreppti „Bookerinn“ í fyrra.
Heiti virtustu bókmenntaverðlauna sem veitt eru í Bretlandi ár hvert, Man Booker-verðlaunanna, mun breytast eftir að stjórnendur Man-fjárfestingarsjóðsins ákváðu að hætta að styrkja verðlaunin.

Heiti virtustu bókmenntaverðlauna sem veitt eru í Bretlandi ár hvert, Man Booker-verðlaunanna, mun breytast eftir að stjórnendur Man-fjárfestingarsjóðsins ákváðu að hætta að styrkja verðlaunin. Sjóðurinn hefur styrkt framkvæmdina og greitt verðlaunaféð undanfarin 18 ár og þann tíma hefur heiti fyrirtækisins verið í heiti verðlaunanna.

Í The Guardian er haft eftir talsmanni The Booker Prize-stofnunarinnar að viðræður séu þegar hafnar við vænlegan styrktaraðila fyrir næsta ár en áður verði að venju veitt hin hefðbundnu Booker-verðlaun – fyrir höfunda sem skrifa á ensku og einnig hin alþjóðlegu Booker-verðlaun – í síðasta sinn með Man-forskeytinu.