Fórst fyrir augum fjölda fólks ÞRÍR Kanadamenn létu lífið þegar tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Casa-212 fórst í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli kl. 17.42 í gær. Vélin skall til jarðar um 50 metrum sunnan Hringbrautar og varð alelda á svipstundu.

Fórst fyrir augum fjölda fólks

ÞRÍR Kanadamenn létu lífið þegar tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Casa-212 fórst í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli kl. 17.42 í gær. Vélin skall til jarðar um 50 metrum sunnan Hringbrautar og varð alelda á svipstundu. Mennirnir létust samstundis. Þetta er mannskæðasta flugslys við Reykjavíkurflugvöll á friðartímum.

Fjöldi sjónarvotta var að slysinu enda mikil umferð á Hringbrautinni. Sjónarvottar sögðu að vélin hefði hallast á hægri væng er hún nálgaðist flugvöllinn og vélarhljóðið hefði verið óeðlilegt. Breitt hefur verið yfir flak vélarinnar og verður lögregluvörður um það framá fimmtudag.

Sjá einnig fréttir á bls. 30, 31 og baksíðu.

Morgunblaðið/Júlíus

Slökkviliðsmenn berjast við eldinn aðeins þremur mínútum eftir slysið. Brautarljósin eru til hægri á myndinni.