Norræna kvennaþingið í Osló Tíu þúsund þátttakendur á kvennaþingi: Um hundrað dagskráratriði að velja hvern dag í Osló Osló.

Norræna kvennaþingið í Osló Tíu þúsund þátttakendur á kvennaþingi: Um hundrað dagskráratriði að velja hvern dag í Osló Osló. Frá Þórunni Þórsdóttur blaðamanni Morgunblaðsins Háskólasvæðið "Blindern" í Osló er nú iðandi af lífi þráttfyrir sumarleyfi skólafólks. Þar streyma konur á öllum aldri úr ólíkum þjóðfélagshópum um götur og torg inn og út af fyrirlestrum, kynningarfundum og ráðstefnum. Margar þeirra eru á hraðferð, enda um liðlega hundrað dagskrárliði að velja dag hvern á norrænu kvenna þingi sem sett var undir berum himni síðastliðinn laugardag og lýkur næstkomandi sunnudag.

Um átta hundruð íslenskar konur eru á þinginu og alls hafa nærri tíuþúsund konur af öllum Norðurlöndunum skráð sig til þátttöku að sögn Guðrúnar Ágústsdóttur, sem er fulltrúi Íslands í norrænu undirbúningsnefndinni ásamt Arndísi Steinþórsdóttur. Það er því mikill kvennafans í Osló þessa vikuna. Hótel eru troðfull og veitingahús þétt setin.

Raunar eru fleiri gestir í Osló en kvennaþingskonur, hér er haldið 800 manna alþjóðlegt bindindismót og geysifjölmennt fótboltamót unglinga auk jasshátíðar. Á kvennaþingið eitt hafa skráð sig 230 fréttamenn sem eru um helmingi fleiri en búist var við að sögn Guðrúnar.

Dagskrá kvennaþingsins er ærið yfirgripsmikil og samanstendur af fyrirlestrum, umræðuhópum, sýningum og ráðstefnum á vegum kvenna úr stjórnmálaflokkum, laun þegahreyfingu, kvenfélögum og fjölmörgum hópum öðrum.

Talsvert er um að konur frá fleiri löndum en einu og af sama sviði hafi sameiginleg dagskráratriði. Jafnframt segir Guðrún Ágústdóttir að þær tvö hundruð klukkustundir sem teknar voru frá í byggingum á háskólasvæðinu fyrir óvænt atriði séu næstum uppurnar. Konur með sömu hugðarefni en frá ýmsum Norðurlandanna vilji bera saman bækur sínar.

Hátt í þrjátíu byggingar á háskólasvæðinu eru undirlagðar milli níu og fimm dag hvern en árrisullar konur geta farið í leikfimi undir átta, áður eneiginleg dagskrá þingsins hefst eða sótt morgunmessu.

Enn eru ótalin atriði úr menningardagskrá kvennaþingsins. Listsýningar af ýmsu tagi skipa hér veglegan sess. Tónleikar, dans og leiksýningar eru yfirleitt á kvöldin í ýmsum salarkynnum. Í borginni eru 25 myndlistarsýningar kvenna opnar daglega. Fimm íslenskar myndlistarkonur halda til dæmis sameiginlega sýningu sem opnuð var á laugardag. Þær eru Ingunn Eydal sem sýnir grafíkmyndir, Bryndís Jónsdóttir sýnir keramik, Guðrún Kristjánsdóttir sýnir málverk, Hansína Jensdóttir sýnir skúlptúra og Kristín Jónsdóttir textílverk. Þá má nefna ljósmyndasýningu með myndum 105 kvenljósmyndara af Norðurlöndunum. Í hópnum er aðeins ein íslensk kona, Rut Hallgrímsdóttir. Jafnframt er nú til sýnis hér í Osló verk úr ull eftir Ragnheiði Þórsdóttur.